Mörkin: Dramatíkin allsráðandi í Liverpool

Dramatíkin var allsráðandi þegar Everton vann ótrúlegan endurkomusigur gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Leiknum lauk með 2:1-sigri Everton en það var Demarai Gray sem skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma.

Martin Ödegaard kom Arsenal yfir undir leik fyrri hálfleiks en Richarlison jafnaði metin fyrir Everton á 79. mínútu.

Richarlison kom boltanum þrívegis í netið í leiknum en tvö marka hans voru dæmt af af VAR vegna rangstöðu.

Leikur Everton og Arsenal var sýndur beint á Síminn Sport.

mbl.is