Snýr Mourinho aftur til Englands?

José Mourinho er orðaður við endurkomu til Englands.
José Mourinho er orðaður við endurkomu til Englands. AFP

Portúgalski knattspyrnustjórinn José Mourinho gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Það er enski miðillinn Mirror sem greinir frá þessu.

Mourinho, sem er 58 ára gamall, stýrir Roma í ítölsku A-deildinni í dag en hann stýrði síðast liði Tottenham í ensku úrvalsdeildinni frá 2019 til ársins 2021.

Mirror segir að hann sé á lista hjá forráðamönnum enska úrvalsdeildarfélagsins Everton um að taka við liðinu fari svo að Rafa Benítez verði rekinn.

Gengi Everton á tímabilinu hefur verið langt undir væntingum en Everton er með 15 stig í 16 sæti úrvalsdeildarinnar, 5 stigum frá fallsæti.

Benítez er sá stjóri sem þykir líklegastur til þess að verða rekinn í ensku úrvalsdeildinni samkvæmt spá veðbanka á Englandi en Everton rak Marcel Brands úr starfi yfirmanns knattspyrnumála um nýliðna helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert