Völlurinn: Hamrarnir hlaupa mest

Í Vellinum á Símanum Sport í kvöld var rætt um knattspyrnustjórann David Moyes og þann frábæra árangur sem hann er að ná með West Ham United.

Í þættinum var í því samhengi meðal annars komið inn á í hversu góðu formi leikmenn West Ham eru.

Moyes breytir liðinu sínu lítið og undir lok leikja virðast leikmenn Hamranna geta hlaupið meira en aðrir. Sigurmark West Ham í 3:2-sigrinum á Chelsea á laugardag kom á 87. mínútu.

Það er enda raunin að þrír af þeim fimm leikmönnum sem hlaupa mest í ensku úrvalsdeildinni eru úr röðum West Ham.

Umræður Tómasar Þórs Þórðarsonar, ritstjóra enska boltans á Símanum Sport, og sparkspekinganna Bjarna Þórs Viðarssonar og Gylfa Einarssonar um Moyes og West Ham má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is