Hópsmit í gangi hjá Tottenham

Tottenham á þétt leikjaprógramm fyrir höndum.
Tottenham á þétt leikjaprógramm fyrir höndum. AFP

Í það minnsta sex leikmenn enska knattspyrnuliðsins Tottenham og tveir úr starfsliði þess hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni, samkvæmt heimildum Sky Sports. 

Félagið hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um málið en Tottenham á að mæta Rennes í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn. Sky Sports segir að beðið sé niðurstöðu úr skimun á leikmannahópnum til að hægt sé að gera sér grein fyrir umfangi málsins.

Tottenham á í kjölfarið fyrir höndum leiki við Brighton, Leicester og Liverpool á næstu tíu dögum eftir leikinn við Rennes.

mbl.is