Reifst við Benítez á æfingasvæði Everton

Lucas Digne var ekki í leikmannahóp Everton á mánudaginn.
Lucas Digne var ekki í leikmannahóp Everton á mánudaginn. AFP

Vinstri bakvörðurinn Lucas Digne og knattspyrnustjórinn Rafa Benítez rifust harkalega á æfingasvæði Everton um síðustu helgi. Það er The Athletic sem greinir frá þessu.

Digne, sem er 28 ára gamall, hefur verð fastamaður í liði Everton frá því hann gekk til liðs við félagið frá Barcelona sumarið 2018.

Bakvörðurinn var hins vegar ekki í leikmannahóp liðsins í 2:1-sigrinum gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á Goodison Park á mánudaginn.

The Athletic segir ástæðuna fyrir fjarveru Digne vera rifrildi hans við Benítez en spænski stjórinn va spurður út í fjarveru Frakkans á blaðamannafundi eftir leik.

„Það eina sem skiptir máli er að liðið spili vel og að hugarfarið sé rétt,“ sagði Benítez.

mbl.is