Landsliðsfyrirliðinn vonbrigði fyrri hlutans

Bjarni Þór Viðarsson og Gylfi Einarsson völdu mestu vonbrigðin í fyrri hluta ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í Vellinum hjá Tómasi Þór Þórðarsyni.

Að mati Gylfa hefur landsliðsfyrirliðinn Harry Kane verið mestu vonbrigðin til þessa en hann hefur ekki náð sér á strik. Bjarni valdi Leeds-liðið í heild sem mestu vonbrigðin, en liðið, sem spilaði afar vel á síðustu leiktíð, er í fallbaráttu um þessar mundir.

Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert