Ósammála um lið ársins: Ég mældi þig og þú ert ekki í lagi

Þeir Bjarni Þór Viðarsson og Gylfi Einarsson völdu lið fyrri hluta ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í Vellinum hjá Tómasi Þór Þórðarsyni.

Gylfi var ekki hrifinn af liðinu hjá Bjarna, sem hann sagði leiðinlegt, en Bjarni stillti upp fimm manna vörn og var með fimm leikmenn frá Liverpool og fjóra frá Manchester City.

Gylfi var með þrjá frá Liverpool og þrjá frá Manchester City en þar voru einnig leikmenn frá Leeds, West Ham og Crystal Palace.

Liðin hjá Bjarna og Gylfa og umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is