Reikna ekki með að Gylfi verði áfram

Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið í röðum Everton frá 2017.
Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið í röðum Everton frá 2017. AFP

Liverpool Echo, staðarblaðið í Liverpoolborg, telur afar ólíklegt að Gylfi Þór Sigurðsson verði áfram í herbúðum Everton eftir þetta keppnistímabil.

Gylfi hefur sem kunnugt er ekkert spilað á þessu tímabili, eftir að hann var handtekinn og látinn laus gegn tryggingu í júlímánuði.

Samningur hans rennur út að þessu tímabili loknu en Liverpool Echo fer í dag yfir stöðuna á þeim leikmönnum sem eru í þeirri stöðu. Þar er einfaldlega sagt um Gylfa: Hann fer. Hefur ekkert spilað á tímabilinu og var ekki í leikmannahópi Everton fyrir úrvalsdeildina 2021-22.

mbl.is