Tilþrifin: Glæsilegt aukaspyrnumark Cornets dugði ekki til

Maxwel Cornet skoraði frábært mark beint úr aukaspyrnu fyrir Burnley en það reyndist ekki nóg því liðið þurfti að sætta sig við 1:3-tap fyrir Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag.

Jack Harrison kom Leeds í forystu eftir mistök James Tarkowskis áður en Cornet jafnaði metin.

Stuart Dallas kom Leeds yfir að nýju með frábæru skoti og Daniel James innsiglaði sigurinn í uppbótartíma.

Öll fjögur mörkin ásamt helstu færunum úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is