Man City komst áfram í bikarnum

Cole Palmer með boltann í leiknum gegn Swindon en hann …
Cole Palmer með boltann í leiknum gegn Swindon en hann nýtti tækifærið vel. AFP

Englandsmeistararnir í Manchester City komust í kvöld áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar, FA Cup.

Liðin í efstu tveimur deildunum koma inn í keppnina í 3. umferð og City fékk ekki ýkja erfiðan andstæðing en liðið heimsótti Swindon Town sem er í D-deildinni eða þeirri fjórðu efstu.

Manchester City sigraði 4:1 eftir að hafa verið 2:0 yfir að loknum fyrri hálfleik.

Bernardo Silva, Gabriel Jesus, Ilkay Gündogan og Cole Palmer skoruðu fyrir City og Palmer átti auk þess stoðsendingu. Harry McKirdy skoraði fyrir Swindon og minnkaði þá muninn í 3:1.

mbl.is