Enn löng bið í Pogba

Paul Pogba hefur verið lengi frá vegna nárameiðsla.
Paul Pogba hefur verið lengi frá vegna nárameiðsla. AFP

Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri enska knattspyrnufélagsins Manchester United, segir að franski miðjumaðurinn Paul Pogba verði ekki klár í slaginn fyrr en eftir einn mánuð í fyrsta lagi.

Pogba meiddist á nára á æfingu með franska landsliðinu í nóvember síðastliðnum og hefur verið frá æfingum og keppni síðan þá.

„Fyrir um viku síðan var mér tjáð að hann yrði frá í fjórar til fimm vikur til viðbótar. Hann er ekki enn farinn að æfa með liðinu.

Eftir því sem ég kemst næst, miðað við upplýsingar frá læknateymi okkar verður hann frá í þrjár til fjórar vikur og þegar hann verður reiðubúinn að æfa þá þýðir það ekki endilega að hann verði leikfær.

Það mun örugglega taka tvær vikur til viðbótar áður en hann getur spilað fyrir aðalliðið á ný,“ sagði Rangnick á blaðamannafundi í gær.

mbl.is