Lykilmaður Tottenham missir af stórleikjum

Heung-Min Son missir af stórleikjum vegna meiðsla.
Heung-Min Son missir af stórleikjum vegna meiðsla. AFP

Knattspyrnumaðurinn Heung-Min Son verður frá keppni út mánuðinn vegna meiðsla sem hann varð fyrir í fyrri leik Tottenham og Chelsea í undanúrslitum enska deildabikarsins á miðvikudaginn var.

Antonio Conte staðfesti tíðindin á blaðamannafundi fyrir leik Tottenham við Jökul Andrésson og félaga í C-deildarliðinu Morecambe í enska bikarnum á morgun.

Son missir af stórleikjum því hann verður ekki með í seinni leik Tottenham og Chelsea og þá missir hann einnig af grannaslagnum við Arsenal í deildinni og heimsókn til Leicester.

mbl.is