Gerrard að næla í leikmann Everton

Lucas Digne lék síðast með Everton gegn Liverpool 1. desember.
Lucas Digne lék síðast með Everton gegn Liverpool 1. desember. AFP

Enska knattspyrnufélagið Aston Villa er nálægt því að ganga frá kaupum á franska landsliðsbakverðinum Lucas Digne frá Everton. Steven Gerrard, goðsögn hjá Liverpool, er stjóri Villa. 

Digne hefur ekkert leikið með Everton síðan hann reifst harkalega við Rafa Benítez, stjóra liðsins, í desember á síðasta ári. Benítez tjáði fjölmiðlum í kjölfarið að Digne hafi ekki áhuga á að leika með liðinu.

Aston Villa greiðir um á milli 20 og 25 milljónir punda fyrir Digne. Leikmaðurinn hefur leikið 43 landsleiki fyrir Frakkland og 113 leiki fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni en hann kom til Everton frá Barcelona árið 2018. Þá hefur hann einnig leikið með Lille, París SG og Roma.

mbl.is