Næstyngsti markaskorari Liverpool í sögunni

Kaide Gordon fagnar marki sínu í dag.
Kaide Gordon fagnar marki sínu í dag. AFP

Kaide Gordon, vængmaður Liverpool, skráði sig í sögubækur enska félagsins í dag þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í meistaraflokki á ferlinum á móti Shrewsbury Town í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar.

Gordon er aðeins 17 ára og 96 daga gamall og jafnaði metin í 1:1 með laglegu marki. Staðan er 2:1 fyrir Liverpool í hálfleik.

Hann er þar með næstyngsti leikmaðurinn í sögu Liverpool til þess að skora mark í keppnisleik, en yngstur er Ben Woodburn sem skoraði í leik í deildabikarnum gegn Leeds United árið 2016 þegar hann var 17 ára og 45 daga gamall.

Gordon kom til Liverpool frá Derby County í febrúar á síðasta ári en hann hafði þá þegar komið við sögu hjá uppeldisfélagi sínu, 16 ára gamall, í B-deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert