Nítjánda leiknum frestað vegna smita

Leicester er án fjölmargra leikmanna.
Leicester er án fjölmargra leikmanna. AFP

Leik Everton og Leicester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur verið frestað vegna smita í herbúðum Leicester en hann átti að fara fram á þriðjudaginn kemur.

Leicester bað um að leiknum yrði frestað þar sem liðið er án fjölmarga leikmanna vegna smita, meiðsla og fjarveru leikmanna sem leika á Afríkumótinu.

Samkvæmt reglum ensku úrvalsdeildarinnar verða lið að spila ef þau hafa 13 leikmenn, og að minnsta kosti einn markvörð, til taks. Leikurinn er sá nítjándi í röðinni sem er frestað á undanförnum vikum í ensku úrvalsdeildinni vegna smita.

mbl.is