Smitum heldur áfram að fækka

Frá leik Manchester United og Wolverhampton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni …
Frá leik Manchester United og Wolverhampton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni fyrir viku síðan. AFP

Aðra vikuna í röð fækkar kórónuveirusmitum innan ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla.

Á sjö dögum frá og með 3. janúar og til og með 9. janúar greindust ný smit 72 leikmenn og starfsmenn úrvalsdeildarfélaga eftir að samtals 12.973 einkennasýnatökur voru framkvæmdar í vikunni.

Vikuna á undan greindust 94 ný smit, sem var í fyrsta sinn í átta vikur sem smitum fækkaði milli vikna innan deildarinnar.

Alls hefur 19 leikjum í deildinni verið frestað frá því í byrjun desember á síðasta ári vegna þess hversu mjög veiran hefur lagst á félög deildarinnar.

Nú síðast var leik Everton og Leicester City, sem átti að fara fram á morgun, frestað þar sem Leicester nær ekki í lið vegna meiðsla, smita og fjarveru leikmanna á Afríkumótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert