Mörkin: Fimm mörk og fjör í Southampton

Southampton var í miklu stuði er liðið mætti Brentford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og vann öruggan 4:1-sigur.

Jan Bednarek, Armando Broja og Che Adams skoruðu allir á meðan eitt markið var sjálfsmark. Vitaly Janelt skoraði mark Brentford er hann jafnaði í 1:1 en það dugði skammt.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is