Southampton fór illa með Brentford

Che Adams skorar fjórða mark Southampton í kvöld.
Che Adams skorar fjórða mark Southampton í kvöld. AFP

Southampton vann öruggan 4:1-heimasigur á Brentford er liðin mættust á St. Mary's, heimavelli Southampton, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Jan Bednarek kom Southampton yfir strax á 5. mínútu með skalla eftir hornspyrnu en Vitaly Janelt jafnaði á 23. mínútu með glæsilegu skoti úr teignum.

Southampton komst hinsvegar aftur yfir á 37. mínútu er Álvaro Fernández, markvörður Brentford, skoraði sjálfsmark og var staðan í hálfleik 2:1.

Armando Broja bætti við þriðja marki Southampton á 49. mínútu er hann slapp einn í gegn eftir langa sendingu frá Oriol Romeu og varmaðurinn Che Adams gulltryggði 4:1-sigur örfáum sekúndum eftir að hann kom inn á sem varamaður og þar við sat.

Southampton fór upp fyrir Brentford og upp í 11. sæti með sigrinum en liðið er nú með 24 stig. Brentford er í 13. sæti með 23 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert