Tottenham vill leikmann United

Jesse Lingard gæti farið til Tottenham.
Jesse Lingard gæti farið til Tottenham. AFP

Tottenham hefur mikinn áhuga á að fá enska knattspyrnumanninn Jesse Lingard, miðjumann Manchester United, til liðs við sig eftir tímabilið.

Sky greinir frá. Lingard verður samningslaus eftir tímabilið og getur Tottenham því fengið hann án greiðslu í sumar. Lingard hefur komið við sögu í átta leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni, en aldrei verið í byrjunarliði.

Lingard, sem er 29 ára, hefur leikið með Manchester United frá árinu 2011 og skorað 20 mörk í 141 leik í ensku úrvalsdeildinni með liðinu. Hann var að láni hjá West Ham síðari hluta síðasta tímabils, lék gríðarlega vel og skoraði níu mörk í 16 deildarleikjum.

mbl.is