Arnold og Alisson komnir af stað

Alisson Becker getur komið í mark Liverpool á ný annað …
Alisson Becker getur komið í mark Liverpool á ný annað kvöld. AFP

Trent Alexander-Arnold og markvörðurinn Alisson Becker eru lausir úr einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna og gætu spilað með Liverpool gegn Arsenal í undanúrslitum enska  deildabikarsins annað kvöld.

Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool staðfesti þetta á fréttamannafundi í dag og sagði að þeir væru báðir byrjaðir að æfa með liðinu af fullum krafti.

Miðjumaðurinn Thiago og framherjinn Divock Origi eru hinsvegar áfram úr leik vegna meiðsla, að sögn Þjóðverjans.

Mohamed Salah, Sadio Mané og Naby Keita eru í Kamerún með landsliðum sínum á Afríkumótinu og eru ekki tiltækir á næstunni.

Fyrri leikur liðanna fer fram á Anfield annað kvöld en sá seinni í London viku síðar.

mbl.is