Newcastle að kaupa enn einn leikmanninn?

Diego Carlos í leik með Sevilla.
Diego Carlos í leik með Sevilla. AFP

Enska knattspyrnufélagið Newcastle hefur lagt fram tilboð í miðvörðinn Diego Carlos, leikmann Sevilla á Spáni.

Newcastle, sem krónprins Sádi-Arabíu keypti á dögunum, hefur verið duglegt á leikmannamarkaðinum í janúar og þegar keypt Chris Wood frá Burnley og Kieran Trippier frá Atlético Madrid.

Sky greinir frá því að það sé í forgangi hjá forráðamönnum félagsins að kaupa miðvörð næst en Newcastle, sem er í næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, hefur fengið 42 mörk á sig í 19 leikjum á leiktíðinni.

Carlos hefur leikið 79 deildarleiki fyrir Sevilla frá árinu 2019 en spænska félagið keypti hann af Nantes í Frakklandi, þar sem  hann spilaði 97 leiki á þremur árum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert