Hópsmit og frestun hjá Jóhanni og félögum

Jóhann Berg Guðmundsson í leik með Burnley.
Jóhann Berg Guðmundsson í leik með Burnley. AFP

Viðureign Burnley og Leicester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta sem fram átti að fara á morgun hefur verið frestað.

Hópsmit er komið upp í röðum Jóhanns Bergs Guðmundssonar og samherja hans í Burnley, auk þess sem nokkuð er um meiðsli í hópnum, og enska úrvalsdeildin samþykkti í dag beiðni félagsins um frestun.

mbl.is