City steig risaskref í átt að titlinum

De Bruyne skorar eina mark leiksins í dag.
De Bruyne skorar eina mark leiksins í dag. AFP

Manchester City vann 1:0 sigur á Chelsea í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Með sigrinum jók City forskot sitt í 13 stig og þarf mikið að gerast til að svo gott lið tapi svoleiðis forskoti niður.

Fyrri hálfleikurinn var mjög bragðdaufur og sást langar leiðir hversu mikið var undir. Leikmenn vildu greinilega alls ekki gera mistök og pössuðu sig vel. Lang besta færi hálfleiksins kom þó eftir mistök en þá tapaði Mateo Kovacic boltanum til Kevin De Bruyne á versta stað. De Bruyne kom boltanum á Jack Grealish sem komst einn gegn Kepa Arrizabalaga, en sá spænski mætti honum og varði frábærlega. Heilt yfir voru heimamenn sterkari aðilinn en náðu samt sem áður ekki að skapa mörg færi. Staðan í hálfleik 0:0

Seinni hálfleikurinn var ekki mikið fjörugri en þegar 20 mínútur voru til leiksloka kom De Bruyne City-mönnum yfir. Hann fékk boltann þá frá Joao Cancelo á miðjum vallarhelmingi Chelsea, sneri með hann og hljóp að teignum þar sem hann smellti boltanum innanfótar í hornið. Þetta virkaði allt voðalega einfalt og auðvelt en var það svo sannarlega ekki, gæðin sem De Bruyne býr yfir eru einfaldlega svona mikil. Fleiri urðu mörkin ekki og fóru heimamenn með 1:0 sigur af hólmi.

Með sigrinum er City komið með 13 stiga forystu á toppi deildarinnar en Chelsea er áfram í öðru sætinu. Liverpool á þó tvo leiki til góða á bæði liðin og getur minnkað forskot City niður í átta stig með tveimur sigrum.Verðandi Englandsmeistarar?
Verðandi Englandsmeistarar? AFP
Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Man. City 1:0 Chelsea opna loka
90. mín. Uppbótartími er hafinn og City-menn eru að sigla þessu heim.
mbl.is