Coutinho hetjan í fyrsta leiknum

Coutinho fagnar marki sínu í kvöld.
Coutinho fagnar marki sínu í kvöld. AFP

Manchester United og Aston Villa gerðu 2:2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu seinnipartinn í dag.

Leikurinn hófst með miklum látum en strax á sjöttu mínútu kom Bruno Fernandes Manchester United yfir. Alex Telles tók þá aukaspyrnu stutt á Bruno, en Villa-menn voru steinsofandi og Bruno fékk að vaða að teignum og láta vaða. Skotið var beint á Emiliano Martinez en Edinson Cavani reyndi að breyta stefnu skotsins og virtist fipa hann, sem varð til þess að hann missti boltann mjög klaufalega undir sig. Fjörið minnkaði þó eftir markið og staðan í hálfleik var ennþá 0:1.

Þegar seinni hálfleikurinn var rúmlega 20 mínútna gamall tvöfaldaði Bruno forystu United og markafjölda sinn. Morgan Sanson sendi boltann þá beint í lappirnar á Fred sem þakkaði fyrir sig, rúllaði boltanum á Bruno sem kláraði frábærlega með tánni í fyrstu snertingu, sláin inn. Þegar tæpt korter var eftir minnkaði Villa þó muninn. Eftir frábæran spilkafla potar Fred boltanum af Coutinho og beint á Jacob Ramsey. Hann gerði engin mistök og kláraði frábærlega úr teignum.

Einungis fimm mínútum síðar voru svo heimamenn búnir að jafna metin, og var þar enginn annar en Coutinho sjálfur að verki. Buendía fann þá Jacob Ramsey í teignum sem setti boltann blint fyrir markið á fjærstöngina, þar sem Brasilíumaðurinn Coutinho mætti og kláraði.

Með þessu jafntefli er United áfram í sjöunda sæti deildarinnar en er nú með 32 stig. Villa fer upp í 13. sætið með 23 stig.

Bruno fagnar fyrra marki sínu í kvöld.
Bruno fagnar fyrra marki sínu í kvöld. AFP
Aston Villa 2:2 Man. Utd opna loka
90. mín. Kortney Hause (Aston Villa) á skalla sem er varinn Laus skalli eftir aukaspyrnu, beint á De Gea.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert