Jón Daði gæti farið til Bolton

Jón Daði Böðvarsson gæti farið til Bolton.
Jón Daði Böðvarsson gæti farið til Bolton. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Jón Daði Böðvarsson hefur verið orðaður við enska C-deildarliðið Bolton Wanderers en hann hefur ekkert fengið að spila með Millwall í B-deildinni á leiktíðinni.

The Bolton News greinir frá að Bolton hafi áhuga á að fá Jón Daða að láni út yfirstandandi leiktíð og Ian Evatt, knattspyrnustjóri Bolton, viðurkenndi áhugann við miðilinn.

„Hann er í landsliðsverkefni en við erum að reyna að klára þetta. Þetta verður ekki auðvelt því hann er á háum launum hjá Millwall,“ sagði Evatt.

Það er ekki nýtt á nálinni að Bolton sýni íslenskum leikmönnum áhuga því Guðni Bergsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Arnar Gunnlaugsson, Heiðar Helguson, Birkir Kristinsson, Ólafur Páll Snorrason og Grétar Rafn Steinsson hafa allir verið á mála hjá félaginu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert