Bjarni um Liverpool: Fagmannlegt rétta orðið

Tómas Þór Þórðarson, Bjarni Þór Viðarsson og Margrét Lára Viðarsdóttir ræddu sóknarleik Liverpool í fjarveru Mohamed Salah og Sadio Mané í Vellinum á Síminn Sport í dag.

Margrét Lára talaði um að það skipti ekki öllu máli að það vantaði þessa tvo frábæru leikmenn.

„Það er svo sterkur grunnur, menn þekkja sín hlutverk, sama hvort þeir eru fyrsti eða fimmtándi maður á blað. Þegar Liverpool er með sína varnarlínu og Henderson og Fabinho þar fyrir framan, þá er svo erfitt að brjóta þá á bak aftur. “

Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

Leikur Liverpool og Brentford var sýndur beint á Síminn Sport.

mbl.is