Andlega og líkamlega búnir á því

Thomas Tuchel á hliðarlínunni í kvöld.
Thomas Tuchel á hliðarlínunni í kvöld. AFP

„Við vorum þreytulegir sem er eðlilegt þar sem við erum þreyttir,“ sagði Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, í samtali við BT Sport eftir 1:1-jafntefli liðsins gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í Brighton í kvöld.

„Við lögðum allt í þennan leik og mættum mjög vel undirbúnir í hann. Þeir fögnuðu jafnteflinu eins og sigri en við gerðum allt sem við gátum til þess að vinna leikinn.

Það gekk ekki upp en það sást á leikmönnunum að þeir voru bæði búnir á því andlega og líkamlega. Við þurfum frí, bæði ég og leikmennirnir enda hefur keyrslan verið mikil,“ sagði Tuchel.

Tuchel hrósaði leikmönnum sínum þrátt fyrir jafnteflið en Chelsea er nú 12 stigum á eftir toppliði Manchester City.

„Ég vil ekki gagnrýna leikmenn mína eftir þennan leik því ég veit hvað er búið að vera í gangi hjá leikmannahópnum. Ég er sáttur með framlagið og við reyndum að vinna leikinn, jafnvel þegar að menn voru gjörsamlega búnir á því,“ bætti Tuchel við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert