Chelsea missteig sig gegn Brighton

Danny Welbeck í baráttunni í Brighton í kvöld.
Danny Welbeck í baráttunni í Brighton í kvöld. AFP

Adam Webster skoraði jöfnunarmark Brighton þegar liðið tók á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Brighton í kvöld.

Leiknum lauk með 1:1-jafntefli en Webster jafnaði metin fyrir Brighton með frábærum skalla á 60. mínútu eftir hornspyrnu Alexis Mac Allister.

Hakim Ziyech kom Chelsea yfir um miðjan fyrri hálfleikinn með föstu skoti utan teigs sem fór af varnarmönnum Brighton og Robert Sánchez í markinu réð ekki við.

Chelsea er áfram í þriðja sæti deildarinnar með 44 stig, stigi minna en Liverpool, en Liverpool á tvo leiki til góða á Chelsea. Brighton er í níunda sætinu með 29 stig.

Brighton 1:1 Chelsea opna loka
90. mín. +4 mínútur í uppbótartíma.
mbl.is