United vill fá miðjumann Aston Villa

John McGinn í leik með Aston Villa í vetur.
John McGinn í leik með Aston Villa í vetur. AFP

Skoski landsliðsmaðurinn John McGinn hjá Aston Villa er kominn mjög ofarlega á lista hjá Manchester United yfir þá leikmenn sem félagið vill fá í sínar raðir fyrir næsta tímabil.

Þertta fullyrða nokkrir fjölmiðlar, þar á meðal Daily Telegraph, sem segir að félagið muni reyna að kaupa McGinn í sumar. Hann hefur verið í stóru hlutverki hjá Aston Villa frá því hann var keyptur af Hibernian í Skotlandi árið 2018 og sagt er að landar hans hjá United, Alex Ferguson og Darren Fletcher, hafi gefið honum sín bestu meðmæli.

McGinn er 27 ára gamall og hefur leikið 123 deildaleiki með Aston Villa og hefur gert 11 mörk í 42 landsleikjum fyrir Skotland.

mbl.is