Liverpool sækir varnarmann

Rhys Williams skiptir við Joel Matip í leik á síðasta …
Rhys Williams skiptir við Joel Matip í leik á síðasta tímabili. AFP

Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur kallað varnarmanninn Rhys Williams heim úr láni en hann hefur spilað með Swansea í B-deildinni í vetur.

Williams, sem er tvítugur, lék nítján leiki fyrir Liverpool á síðasta tímabili þegar mikið var um forföll í hópi varnarmanna liðsins en var síðan lánaður til Swansea í lok ágúst.

mbl.is