Rafmögnuð stemning í klefanum

Jürgen Klopp var í skýjunum með sína menn í kvöld.
Jürgen Klopp var í skýjunum með sína menn í kvöld. AFP

„Við erum í skýjunum með að vera komnir áfram í úrslitaleikinn,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, í samtali við Sky Sports eftir 2:0-sigur liðsins gegn Arsenal í síðari leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins í Lundúnum í kvöld.

Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli en Diogo Joto skoraði tvívegis fyrir Liverpool sem vann einvígið samanlagt 2:0.

„Stemningin í klefanum er rafmögnuð og leikmennirnir eru hæstánægðir. Þetta var erfiður leikur á erfiðum tímum en leikmennirnir stóðu sig frábærlega. Arsenal byrjaði leikinn af krafti en við unnum okkur vel inn í leikinn.

Við skoruðum tvö frábær mörk og Jota var frábær. Við vissum það þegar við keyptum hann að hann myndi standa sig vel. Hann hefur bætt sig mikið og er orðinn að heimsklassaleikmanni,“ bætti Klopp við í samtali við Sky Sports.

mbl.is