Framlengdi samninginn til 2027

Emiliano Martínez er markvörður Aston Villa og verður það væntanlega …
Emiliano Martínez er markvörður Aston Villa og verður það væntanlega áfram næstu árin. AFP

Enska knattspyrnufélagið Aston Villa hefur framlengt samninginn við argentínska markvörðinn Emiliano Martínez til ársins 2027.

Villa fékk Martínez frá Arsenal sumarið 2020 og samdi við hann til 2024 og hefur nú bætt við þremur árum. Argentínumaðurinn jafnaði félagsmet í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili þegar hann hélt marki liðsins hreinum í fimmtán leikjum í deildinni.

Martínez er 29 ára gamall og var í röðum Arsenal í átta ár en spilaði aðeins 15 úrvalsdeildarleiki á þeim tíma og var sex sinnum lánaður til annarra félaga. Hann hefur spilað 14 landsleiki fyrir Argentínu.

mbl.is