Loksins á förum frá United?

Donny van de Beek á ennþá eftir að byrja sinn …
Donny van de Beek á ennþá eftir að byrja sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. AFP

Það bendir allt til þess að hollenski knattspyrnumaðurinn Donny van de Beek muni yfirgefa Manchester United á næstu dögum. Það er Mirror sem greinir frá þessu.

Van de Beek, sem er 24 ára gamall, gekk til liðs við United frá Ajax sumarið 2020 en enska félagið borgaði 35 milljónir punda fyrir sóknarmanninn.

Hann hefur fengið fá tækifæri með liðinu síðan hann kom og hefur hann aðeins komið við sögu í átta leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en í öllum leikjunum hefur hann komið inn á sem varamaður.

Alls á hann að baki 50 leiki fyrir félagið í öllum keppnum þar sem hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp önnur tvö fyrir liðsfélaga sína.

Samkvæmt frétt Mirror hafa Newcastle, Everton og Wolves öll mikinn áhuga á leikmanninum sem vildi yfirgefa United síðasta sumar en félagið ákvað þá að halda honum.

mbl.is