Frábært að vera í kringum Salah

James Milner, leikmaður Liverpool, ræddi við Tómas Þór Þórðarson á Símanum sport á dögunum. Fóru þeir um víðan völl og ræddu m.a. Mo Salah, einn besta knattspyrnumann í heimi í dag.

„Við vitum allir hvað hann er góður,“ byrjaði Milner. „Sum markanna sem hann hefur skorað á þessari leiktíð hafa verið framúrskarandi. Það er frábært að umgangast hann,“ bætti hann við.

Þá segir Milner Egyptann vera mikla og góða fyrirmynd sem leggur mikið á sig. Ummæli Milners um Salah má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is