Stuðningsmenn Everton köstuðu hlutum í Digne og Cash (myndskeið)

Stuðningsmenn enska knattspyrnufélagsins Everton urðu sér til skammar þegar þeir fleygðu aðskotahlutum í þá Lucas Digne og Matty Cash, bakverði Aston Villa, eftir að Villa komst yfir í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Emiliano Buendía kom Villa yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks með góðu skallamarki eftir hornspyrnu Dignes frá hægri.

Leikmenn Villa fóru niður í hornið og fögnuðu markinu þar sem Digne, sem er nýgenginn til liðs við Villa frá Everton, og Cash fengu flösku og kveikjara í sig.

Sjá má atvikið í spilaranum hér að ofan.

mbl.is