Tilþrifin: Hádramatík á Old Trafford

Marcus Rashford var hetja Manchester United er liðið vann 1:0-sigur á West Ham á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Rashford skoraði markið með síðustu snertingunni og tryggði United gríðarlega mikilvæg stig í baráttunni um fjórða sætið.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is