Tilþrifin: Smár en knár í loftinu

Emiliano Buendía var hetja Aston Villa þegar hann skoraði sigurmark liðsins í 1:0 útisigri gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Markið skoraði Buendía, sem er aðeins 172 sentimetrar á hæð, með laglegum skalla eftir hornspyrnu Lucas Digne frá hægri.

Sigurmarkið ásamt helstu færunum í leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is