Chelsea vann Lundúnaslaginn

Boltinn steinliggur í samskeytunum eftir glæsimark Hakim Ziyech.
Boltinn steinliggur í samskeytunum eftir glæsimark Hakim Ziyech. AFP

Chelsea bar sigurorð af nágrönnum sínum í Tottenham Hotspur, 2:0, þegar liðin mættust á Stamford Bridge í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag. Bæði mörkin komu snemma í síðari hálfleik.

Chelsea hóf leikinn með látum og eftir innan við mínútu fékk Romelu Lukaku fyrsta færið. Mason Mount gerði þá vel í að gefa fyrir og fann þar Lukaku í vítateignum en hann náði ekki að halda hægri fótar skoti sínu á lofti niðri.

Chelsea setti gestina undir mikla pressu og fékk nokkur prýðis færi til viðbótar áður en stundarfjórðungur var liðinn.

Eftir þessa hressilegu byrjun róaðist leikurinn talsvert áður en Harry Kane kom boltanum í net Chelsea á 40. mínútu áður en hann var dæmdur brotlegur í aðdragandanum. Kane ýtti við Thiago Silva áður en hann tók við boltanum og kláraði vel og stóð markið því ekki.

Skömmu síðar fengu Lukaku og Silva prýðis færi hinum megin en allt kom fyrir ekki og því markalaust í leikhléi.

Snemma í síðari hálfleik, á 47. mínútu, kom loks fyrsta mark leiksins var það einkar glæislegt.

Callum Hudson-Odoi átti þá góðan sprett og lagði boltann til hliðar á Ziyech. Hann lagði boltann fyrir sig á vinstri fótinn og skoraði með mögnuðu skoti fyrir utan teig sem söng í samskeytunum fjær. Stóð Hugo Lloris stóð hreyfingarlaus á marklínunni.

Skömmu síðar átti Ziyech annað frábært skot fyrir utan teig en í það sinnið varð Lloris mjög vel til hliðar.

Það leið svo ekki á löngu að Chelsea tvöfaldaði forystu sína. Mount tók þá góða aukaspyrnu frá vinstri, fann þar Silva sem kom á ferðinni og hann skallaði boltann snyrtilega í fjærhornið.

55 mínútur liðnar af leiknum og staðan orðin 2:0.

Það sem eftir lifði leiks var Chelsea áfram við stjórn og sigldi að lokum sanngjörnum tveggja marka sigri í höfn.

Chelsea er eftir sigurinn áfram í þriðja sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Liverpool sem á þó tvo leiki til góða.

Tottenham er í 7. sæti með 36 stig en á tvo leiki til góða á Manchester United sem er í fjórða sæti með 38 stig.

Liðsfélagar Hakim Ziyech fagna eftir að hann skoraði glæsimark.
Liðsfélagar Hakim Ziyech fagna eftir að hann skoraði glæsimark. AFP
Mateo Kovacic og Steven Bergwijn í baráttunni.
Mateo Kovacic og Steven Bergwijn í baráttunni. AFP
Kepa Arrizabalaga hreinsar frá.
Kepa Arrizabalaga hreinsar frá. AFP
Chelsea 2:0 Tottenham opna loka
90. mín. Hakim Ziyech (Chelsea) fer af velli +1
mbl.is