Eiður: Þá verða þrjú til fjögur rauð í leik

Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Einarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport í kvöld.

Á meðal þess sem þeir ræddu var mögulegt rautt spjald á Ashley Westwood, miðjumann Burnley, í leiknum gegn Arsenal í dag. Westwood slapp með gult spjald.

Brotið leit ekki vel út en Eiður benti á að það yrði þrjú til fjögur rauð spjöld í hverjum einasta leik ef öll brot yrðu sýnd hægt.

Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is