Fékk rauða spjaldið sem hann bað um

Thomas Frank bað um rautt spjald og varð að ósk …
Thomas Frank bað um rautt spjald og varð að ósk sinni. AFP

Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford á Englandi, fékk rautt spjald eftir 1:2-tap liðsins gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Á blaðamannafundi eftir leik viðurkenndi Daninn að hann hafi beðið um rautt spjald eftir leik. Varð dómarinn Peter Bankes við þeirri beiðni.

Frank fékk fyrra gula spjaldið fyrir að rífast við Joao Moutinho, miðjumann Wolves, eftir leik.

Erfitt gengi síðustu vikna virðist vera að ná til Danans en Brentford hefur tapað fjórum leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni. Er liðið í 14. sæti með 23 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert