Ósáttur við vítið sem Liverpool fékk

Patrick Vieira var ósáttur við dómarann í dag.
Patrick Vieira var ósáttur við dómarann í dag. AFP

„Þetta eru risastór mistök hjá dómaranum,“ sagði svekktur Patrick Vieira, knattspyrnustjóri Crystal Palace, eftir 1:3-tap liðsins gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Liverpool fékk víti í lokin í stöðunni 2:1. Fabinho skoraði af punktinum og gulltryggði Liverpool sigurinn. Diogo Jota náði í vítið eftir árekstur við Vicente Guaita í marki Palace.

„Auðvitað skipti þetta atvik miklu máli og skemmdi möguleikana okkar. Dómararnir voru alls ekki góðir í dag og þetta gerist of oft á heimavelli, sérstaklega á móti stóru liðunum,“ bætti franski stjórinn við.

mbl.is