Staðfesta ráðningu hins 74 ára Hodgson

Roy Hodgson hefur verið ráðinn stjóri Watford.
Roy Hodgson hefur verið ráðinn stjóri Watford. AFP

Roy Hodgson hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Watford. Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í kvöld.

Hodgson, sem er 74 ára, tekur við liðinu af Claudio Ranieri sem var ráðinn stjóri liðsins í byrjun október á síðasta ári.

Hodg­son er einn af reynd­ustu knatt­spyrnuþjálf­ur­um heims en fer­ill hans spann­ar 45 ár og hann hef­ur m.a. stýrt In­ter Mílanó, Blackburn, Ful­ham, Li­verpool, WBA og landsliðum Eng­lands, Finn­lands, Sviss og Sam­einuðu fursta­dæm­anna.

Watford er í miklu basli í nítjánda og næstneðsta sæti úrvalsdeildarinnar með 14 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert