Höfnuðu tilboði Tottenham

Luis Díaz er eftirsóttur á Englandi.
Luis Díaz er eftirsóttur á Englandi. AFP

Forráðamenn portúgalska knattspyrnufélagsins höfnuðu tilboði enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenahm í Luis Díaz á dögunum. Það er Guardian sem greinir frá þessu.

Tottenham bauð 38 milljónir punda í sóknarmanninn sem er 25 ára gamall en hann hefur leikið með Porto frá árinu 2019.

Díaz hefur verið sterklega orðaður við brottför frá félaginu að undanförnu en hann er með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa félagið fyrir 66 milljónir punda. Þá eru Liverpool og Arsenal einnig sögð áhugasöm um leikmanninn.

Sóknarmaðurinn hefur farið mikinn með Porto það sem af er tímabili og skoraði 16 mörk í 28 leikjum, ásamt því að leggja upp sex mörk fyrir liðsfélaga sína.

Þá á hann að baki 31 A-landsleik fyrir Kólumbíu þar sem hann hefur skorað sjö mörk.

mbl.is