Mané á batavegi

Sadio Mané fékk höfuðhögg í leiknum gegn Grænhöfðaeyjum.
Sadio Mané fékk höfuðhögg í leiknum gegn Grænhöfðaeyjum. AFP

Sadio Mané, leikmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool og Senegal, er á batavegi eftir að hafa fengið höfuðhögg í leik Senegals og Grænhöfðaeyja í 16-liða úrslitum Afríkumótsins í Kamerún í gær.

Leiknum lauk með 2:0-sigri Senegal en Mané skoraði fyrsta mark leiksins á 63. mínútu en þurfti að fara af velli sjö mínútum síðar vegna meiðslanna sem hann varð fyrir eftir samstuð við Vozinha í marki Grænhöfðaeyja.

Sóknarmaðurinn er nú á batavegi en hann hefur dvalið á sjúkrahúsi síðan atvikið átti sér stað í gær.

Senegal mætir annaðhvort Malí eða Miðbaugs-Gíneu í átta liða úrslitum hinn 30. janúar og gæti Mané verið klár í slaginn fyrir þann leik.

mbl.is