Miðjumaður á leið til Newcastle

Bruno Guimaraes, til hægri, hefur leikið með Lyon frá árinu …
Bruno Guimaraes, til hægri, hefur leikið með Lyon frá árinu 2020. AFP

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Bruno Guimaraes er að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle frá Lyon í Frakklandi.

Það er Guardian sem greinir frá þessu. Lyon samþykktu 33,5 milljón punda tilboð enska félagsins í miðjumanninn en hann mun gangast undir læknisskoðun hjá félaginu á föstudag.

Guimaraes, sem er 24 ára gamall, er frá Brasilíu og á að baki þrjá A-landsleiki fyrir brasilíska landsliðið.

Hann hefur byrjað 20 leiki með Lyon í frönsku 1. deildinni á tímabilinu en alls á hann að baki 71 leik með liðinu þar sem hann hefur skorað þrjú mörk.

Newcastler er í átjánda og þriðja neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 15 stig, stigi frá öruggu sæti.

mbl.is