Staðfesta komu Frakkans frá United

Anthony Martial er genginn til liðs við Sevilla.
Anthony Martial er genginn til liðs við Sevilla. Ljósmynd/Sevilla

Anthony Martial er genginn til liðs við spænska knattspyrnufélagið Sevilla á láni frá Manchester United. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í gærkvöldi.

Martial, sem er 26 ára gamall, skrifaði undir lánssamning sem gildir út tímabilið en hann er uppalinn hjá Lyon í Frakklandi.

Hann hefur ekki átt fast sæti í liði United undanfarin tímabil og hefur aðeins byrjað tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíðinni.

Sóknarmaðurinn gekk til liðs við United frá Mónakó í Frakklandi árið 2015 en hann á að baki 269 leiki fyrir félagið í öllum keppnum þar sem hann hefur skorað 79 mörk.

Sevilla er í harðri baráttu á toppi spænsku 1. deildarinnar ne liðið er með 46 stig í öðru sætinu með fjórum stigum minna en topplið Real Madríd.

mbl.is