Frá Arsenal til Aston Villa

Callum Chambers skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við …
Callum Chambers skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við Aston Villa. Ljósmynd/Aston Villa

Calum Chambers er genginn til liðs við enska knattspyrnufélagið Aston Villa. Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í kvöld.

Varnarmaðurinn, sem er 27 ára gamall, kemur til félagsins frá Arsenal þar sem hann hefur leikið frá árinu 2014.

Chambers skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við Aston Villa en hann er uppalinn hjá Southampton.

Miðvörðurinn hefur ekki átt fast sæti í liði Arsenal undanfarin ár en hann á að baki 122 leiki fyrir félagið í öllum keppnum þar sem hann skoraði fimm mörk. Þá á hann að baki þrjá A-landsleiki fyrir England.

mbl.is