Tveir miðjumenn Everton meiddir í mánuð

Abdoulaye Doucouré meiddist á nára gegn Aston Villa um síðustu …
Abdoulaye Doucouré meiddist á nára gegn Aston Villa um síðustu helgi. AFP

Enska knattspyrnufélagið Everton heldur áfram að verða fyrir áföllum. Abdoulaye Doucouré og Fabian Delph, miðjumenn liðsins verða báðir frá vegna meiðsla næstu fjórar vikurnar hið minnsta.

Doucouré fór meiddur af velli í 0:1-tapinu gegn Aston Villa um síðustu helgi eftir að tognað á nára.

Delph meiddist svo á læri á æfingu í vikunni, en hann hefur ekki spilað fyrir Everton vegna þrálátra meiðsla síðan 12. desember.

Everton er einnig án Tom Davies og Gylfa Þórs Sigurðssonar, sem hefur ekkert spilað á tímabilinu vegna rannsókar á máli þar sem honum er gefið að sök að hafa brotið kynferðislega gegn barni, og því fáir miðvallarleikmenn leikfærir.

Everton er um þessar mundir í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, aðeins fjórum stigum frá fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert