Barcelona og Juventus vilja framherja Arsenal

Pierre-Emerick Aubameyang í leik með Arenal gegn Everton í desember.
Pierre-Emerick Aubameyang í leik með Arenal gegn Everton í desember. AFP

Bæði Juventus og Barcelona hafa sett sig í samband við enska knattspyrnufélagið Arsenal með það að fá Pierre-Emerick Aubameyang, fyrrverandi fyrirliða liðsins, í sínar raðir.

Sky Sports segir frá þessu og fram kemur að ekkert tilboð sé komið fram og vandamálið sé laun Aubameyangs sem séu um 350 þúsund pund á viku.

Arsenal er tilbúið til að láta Aubameyang fara en vill fá gott verð fyrir hann. Framherjinn er ekki í leikmannahópnum sem nú er við æfingar í Dubai.

Fram hefur komið að Aubameyang vilji fara til sterks liðs í Evrópu ef samningar takist og auk Barcelona og Juventus hafa Mareille, Sevilla, París SG og AC Milan öll sýnt áhuga á honum, ásamt því að tvö lið í Sádi-Arabíu hafa reynt að fá hann lánaðan frá Arsenal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert