Pogba efstur á blaði hjá París

Paul Pogba gæti spilað í París á næsta tímabili.
Paul Pogba gæti spilað í París á næsta tímabili. AFP

Paul Pogba, miðjumaður Manchester United og franska landsliðsins í knattspyrnu, er efstur á lista hjá þeim leikmönnum sem París SG vill fá í sínar raðir í sumar.

Þetta kemur fram í franska íþróttadagblaðinu L'Equipe í dag. Samningur Pogba rennur út í sumar og fátt virðist koma í veg fyrir að hann yfirgefi United án greiðslu.

Pogba hefur ekkert leikið með United frá 2. nóvember þegar hann meiddist á kálfa í leik gegn Atalanta í Meistaradeild Evrópu og hefur aðeins leikið níu leiki í úrvalsdeildinni í vetur.

mbl.is